ESB vill undanþágur 4. apríl 2005 00:01 Evrópusambandið áskilur sér rétt til þess að í væntanlegum aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur, þar á meðal varðandi frjálsa för launafólks yfir innri landamæri. Þessa kröfu segir tyrkneski lögfræðiprófessorinn Haluk Günugur vera ósanngjarna; hún standist ekki reglur Evrópuréttar eins og þær hafi verið útlagðar hingað til. Dr. Günugur hélt erindi í Háskólanum í Reykjavík í gær, í boði Evrópuréttarstofnunar skólans, Evrópusamtakanna og Euro-Info-skrifstofunnar á Íslandi. Hann er formaður tyrknesku Evrópusamtakanna, forstöðumaður alþjóðadeildar háskólans í Izmir og í hópi ráðgjafa tyrknesku ríkisstjórnarinnar í hinum væntanlegu aðildarviðræðum við ESB, en þær eiga að hefjast þann 3. október á þessu ári. Ekki er þó reiknað með að aðildarsamningur verði fullgerður fyrr en eftir að minnsta kosti áratug eða svo. Í erindi sínu rakti dr. Günugur ferlið frá því Tyrkir sóttu formlega um aðild árið 1987 þar til leiðtogar ESB tóku í vetur ákvörðun um að hefja ætti aðildarviðræður. Hann benti á að í skilyrðum sem ESB-leiðtogarnir hefðu ákveðið að gilda skyldu um aðildarviðræðurnar væri að finna ákvæði þar sem ESB áskildi sér rétt til að undanskilja vissa samstarfsþætti eða beita langtíma aðlögunarákvæðum. ESB færi sem sagt fram á varanlegar undanþágur eða langtíma aðlögunarfresti, svo sem varðandi frjálsa för launafólks eða landbúnaðar- og byggðaþróunarmál. Þessa kröfu segir Günugur ósanngjarna; hún standist ekki gildandi Evrópurétt eins og hann hafi fram til þessa verið framkvæmdur og túlkaður. Frá íslenskum sjónarhóli er athyglisvert að Evrópusambandið skuli áskilja sér rétt til að láta vissa samstarfsþætti ekki ná að fullu til aðildarsamnings við Tyrki, með tilliti til þess hve mikið hefur verið gert úr því atriði í sambandi við hugsanlega aðild Ísland að sambandinu að það væri vonlaust fyrir Íslendinga að fara fram á að fá einhvers konar undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Í erindi sínu rakti dr. Günugur rökin fyrir því að Tyrkland fengi aðild að ESB. "Vilji Evrópusambandið hafa raunverulegt vægi í heimsmálunum getur það ekki án Tyrklands verið," sagði hann meðal annars. Innganga Tyrklands í sambandið væri tækifæri fyrir það til að sýna og sanna að það væri ekki "lokaður kristinn klúbbur". Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira
Evrópusambandið áskilur sér rétt til þess að í væntanlegum aðildarsamningum við Tyrki verði kveðið á um varanlegar undanþágur, þar á meðal varðandi frjálsa för launafólks yfir innri landamæri. Þessa kröfu segir tyrkneski lögfræðiprófessorinn Haluk Günugur vera ósanngjarna; hún standist ekki reglur Evrópuréttar eins og þær hafi verið útlagðar hingað til. Dr. Günugur hélt erindi í Háskólanum í Reykjavík í gær, í boði Evrópuréttarstofnunar skólans, Evrópusamtakanna og Euro-Info-skrifstofunnar á Íslandi. Hann er formaður tyrknesku Evrópusamtakanna, forstöðumaður alþjóðadeildar háskólans í Izmir og í hópi ráðgjafa tyrknesku ríkisstjórnarinnar í hinum væntanlegu aðildarviðræðum við ESB, en þær eiga að hefjast þann 3. október á þessu ári. Ekki er þó reiknað með að aðildarsamningur verði fullgerður fyrr en eftir að minnsta kosti áratug eða svo. Í erindi sínu rakti dr. Günugur ferlið frá því Tyrkir sóttu formlega um aðild árið 1987 þar til leiðtogar ESB tóku í vetur ákvörðun um að hefja ætti aðildarviðræður. Hann benti á að í skilyrðum sem ESB-leiðtogarnir hefðu ákveðið að gilda skyldu um aðildarviðræðurnar væri að finna ákvæði þar sem ESB áskildi sér rétt til að undanskilja vissa samstarfsþætti eða beita langtíma aðlögunarákvæðum. ESB færi sem sagt fram á varanlegar undanþágur eða langtíma aðlögunarfresti, svo sem varðandi frjálsa för launafólks eða landbúnaðar- og byggðaþróunarmál. Þessa kröfu segir Günugur ósanngjarna; hún standist ekki gildandi Evrópurétt eins og hann hafi fram til þessa verið framkvæmdur og túlkaður. Frá íslenskum sjónarhóli er athyglisvert að Evrópusambandið skuli áskilja sér rétt til að láta vissa samstarfsþætti ekki ná að fullu til aðildarsamnings við Tyrki, með tilliti til þess hve mikið hefur verið gert úr því atriði í sambandi við hugsanlega aðild Ísland að sambandinu að það væri vonlaust fyrir Íslendinga að fara fram á að fá einhvers konar undanþágu frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Í erindi sínu rakti dr. Günugur rökin fyrir því að Tyrkland fengi aðild að ESB. "Vilji Evrópusambandið hafa raunverulegt vægi í heimsmálunum getur það ekki án Tyrklands verið," sagði hann meðal annars. Innganga Tyrklands í sambandið væri tækifæri fyrir það til að sýna og sanna að það væri ekki "lokaður kristinn klúbbur".
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira