Kvenkyns stjórnendur einangraðir 1. apríl 2005 00:01 "Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is. Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Stefnumótunarvinna fór í gang á síðasta ári og við þurfum að skoða hvað hefur áunnist," segir Sigrún. "Félagið var stofnað í fyrra í kjölfar þess að verkefninu Auður í krafti kvenna var lokið, en það var þriggja ára verkefni Nýsköpunarsjóðs. Þátttakendur sjálfir, sérstaklega þeir sem höfðu tekið þátt í Frumkvöðla-Auði, stóðu að stofnun þessa félags, en síðan var félagið opnað öllum konum sem hafa áhuga á stofnun og rekstri eigin fyrirtækja. Áherslan var alltaf á frumkvöðlastarfsemi, en Félag kvenna í atvinnurekstri hefur einblínt á þær konur sem nú þegar eiga fyrirtæki. Það sem mér finnst vanta, sem stjórnandi í fyrirtæki sem ég á ekki sjálf, er vettvangur fyrir konur í stjórnendastöðum og við munum leitast við að þær konur finni vettvang í þessu félagi." Sigrún segir að þar sé mikilvægast hið margumtalaða tengslanet milli kvenna og svo auðvitað líka milli karla og kvenna. "Konur sem hafa komist í stjórnendastöður eru oft einar á báti því þær hafa hvorki átt heima í Auðar-félaginu né í Félagi kvenna í atvinnurekstri." Starfsemi félagsins Auðs er margþætt en innan félagsins er starfandi skemmtinefnd og fræðslunefnd. "Skemmtinefndin er meira til að þjappa hópnum saman í ferð einu sinni til tvisvar á ári, en fræðslunefndin sér um að fá þekkta fyrirlesara á fundi til okkar. Við hittumst einu sinni í mánuði á kaffihúsi og allar konur sem hafa áhuga á þessum málefnum eru velkomnar. Við leggjum þó áherslu á að við erum ekki "saumaklúbbur" heldur á starfið að vera markvisst og leiða til þess að konur verði virkari í atvinnulífinu." Nánari upplýsingar um félagið er að finna á felagid-audur.is.
Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira