Menning

Atvinnuhorfur batna til muna

Niðurstöður Manpower-könnunarinnar sem mælir atvinnuhorfur voru kynntar í síðustu viku. Í henni kemur fram að atvinnuhorfur muni batna til muna á öðrum ársfjórðungi í Japan, Þýskalandi, Mexíkó, Noregi og Ástralíu. Könnun er framkvæmd ársfjórðungslega af Manpower-fyrirtækinu til að mæla ráðningar fyrir tímabilið apríl til júní. Könnunin sýnir að vinnuveitendur í 19 af 21 landi búast við jákvæðri ráðningarþróun í næsta ársfjórðungi. Ellefu af nítján löndum telja miklar líkur á fleiri ráðningum miðað við sama tíma á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn sem könnunin er framkvæmd með vinnuveitendum í Kína og Tævan en hægt er að kynna sér ítarlega niðurstöður á manpower.com.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×