Menning

Reykingabann

Samtök atvinnulífsins hafa ályktað um bann á reykingum á veitinga- og skemmtistöðum á stjórnarfundi fyrr í þessum mánuði. Í ályktuninni er bent á að á Íslandi hafa reykingar verið bannaðar á öllum vinnustöðum nema á veitinga- og skemmtistöðum. Vinnuverndarlögin séu skýr en þar er kveðið á um að allt starfsfólk eigi rétt á heilsusamlegu og öruggu starfsumhverfi. Óeðlilegt sé að undanskilja eina starfstétt, líkt og gert er í lögum um tóbaksvarnir, en vinnuumhverfi mengað af tóbaksreyk uppfyllir ekki kröfur um heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi. Með því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum væri stórum vinnuverndaráfanga náð. Ályktunin var samþykkt af öllum stjórnarmönnum nema tveimur fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×