Fyrirtækin eru að fjölga fólki 23. mars 2005 00:01 "Ég er ekki að segja að skortur sé á sérfræðingum í áðurnefndar greinar en flestar óskir sem koma inn á borð hjá okkur eru um starfsfólk með þennan bakgrunn," segir Helga og telur sýnilegt að fyrirtæki séu að fjölga fólki. "Þegar jákvæðar efnahagsspár koma fram og bjartsýni fer vaxandi fer keðjan af stað," segir hún. Mannafl-Liðsauki sérhæfir sig í ráðningum háskólamenntaðra einstaklinga, millistjórnenda, stjórnenda og í sérhæfð skrifstofustörf og Helga segir mikinn fjölda einstaklinga á skrá hjá fyrirtækinu. "Það berast oft um 50 og allt upp í 300 umsóknir um hvert gott starf. En margir sækja um ný störf þótt þeir séu í vinnu, meðal annars til að fylgjast með. Það eru alltaf einhverjir sem vilja breyta til, sækja reynslu á ný mið og víkka sitt starfssvið, þannig að umsóknafjöldinn er mikill." Hún segir verkfræðinga ekki mikið sýnilega á atvinnumarkaðnum og heldur ekki lögfræðinga. "Það er eftirspurn eftir lögfræðingum. Við höfum verið að leita að þeim til starfa inn í stjórnsýslukerfið, til einkaaðila og inn á lögfræðistofur," upplýsir hún. Einnig segir hún bókara með góðan bakgrunn og mikla reynslu eftirsótta. "Stóru fyrirtækin sem eru komin í útrás og eru í Kauphöllinni verða til dæmis að uppfæra bókhaldið reglulega. Rekstrarform eru að breytast og kröfur að aukast um upplýsingaflæði. Það kallar á fleiri sérhæfða starfsmenn á skrifstofunni." Atvinna Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er ekki að segja að skortur sé á sérfræðingum í áðurnefndar greinar en flestar óskir sem koma inn á borð hjá okkur eru um starfsfólk með þennan bakgrunn," segir Helga og telur sýnilegt að fyrirtæki séu að fjölga fólki. "Þegar jákvæðar efnahagsspár koma fram og bjartsýni fer vaxandi fer keðjan af stað," segir hún. Mannafl-Liðsauki sérhæfir sig í ráðningum háskólamenntaðra einstaklinga, millistjórnenda, stjórnenda og í sérhæfð skrifstofustörf og Helga segir mikinn fjölda einstaklinga á skrá hjá fyrirtækinu. "Það berast oft um 50 og allt upp í 300 umsóknir um hvert gott starf. En margir sækja um ný störf þótt þeir séu í vinnu, meðal annars til að fylgjast með. Það eru alltaf einhverjir sem vilja breyta til, sækja reynslu á ný mið og víkka sitt starfssvið, þannig að umsóknafjöldinn er mikill." Hún segir verkfræðinga ekki mikið sýnilega á atvinnumarkaðnum og heldur ekki lögfræðinga. "Það er eftirspurn eftir lögfræðingum. Við höfum verið að leita að þeim til starfa inn í stjórnsýslukerfið, til einkaaðila og inn á lögfræðistofur," upplýsir hún. Einnig segir hún bókara með góðan bakgrunn og mikla reynslu eftirsótta. "Stóru fyrirtækin sem eru komin í útrás og eru í Kauphöllinni verða til dæmis að uppfæra bókhaldið reglulega. Rekstrarform eru að breytast og kröfur að aukast um upplýsingaflæði. Það kallar á fleiri sérhæfða starfsmenn á skrifstofunni."
Atvinna Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira