Tveir skipstjórar 14. mars 2005 00:01 Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn. Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Guðmundur Helgason og eiginkona hans Guðný Vésteinsdóttir höfðu lokið við að landa þegar blaðamann bar að garði. Guðmundur leit varla upp úr vinnu sinni meðan hann var tekinn tali, heldur raðaði án afláts þorskum í kör. Afli dagsins var 400 kíló af stórum og feitum þorski ásamt nokkrum rauðmögum. "Þetta er nú frekar lítið," segir Guðmundur sem ætlar með fiskinn á Faxamarkað. "Við erum með smá kvóta og förum út á hverjum degi, sex vikur á ári og förum svo beint vestur í Hvalseyjar á grásleppu þegar þessu lýkur. Við búum í Hvalseyjum og erum búin að vera þar í tíu ár." Guðmundur segir útlitið ekki gott með grásleppuna þar sem verðið sé lágt á hrognunum og grásleppa seljist ekki beint eins og heitar lummur. "Unga fólkið í dag fúlsar við siginni grásleppu," segir hann og brosir í skeggið. Guðný, eiginkona Guðmundar, fer alltaf með honum á sjó og samvinna þeirra hjóna gengur vel. "Þetta er eina skipið í flotanum þar sem eru tveir skipstjórar og engir undirmenn," segir Guðmundur og hlær. "Það er stundum hart barist um völdin en í heildina er samvinnan góð." Guðmundur hristir höfuðið þegar minnst er á kvótamál og vill sem minnst ræða það. "Það er skelfilegt hvernig búið er að fara með þessa góðu þjóð," segir hann og stekkur um borð í Hvalseyna þar sem Guðný bíður hans. Saman taka þau stímið í átt að olíutönkunum til að hafa svo örugglega allt klárt fyrir morgundaginn.
Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira