Togarastemning í Greiningardeild 6. mars 2005 00:01 Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja." Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Svipmyndir í fréttum sýna ábúðarmikla stráka grúfa sig yfir tölvurnar sínar en hvað eru þeir eiginlega að rýna í? Steingrímur Finnsson er hagfræðingur og einn starfsmanna Greiningardeildar. Hann kippir sér ekkert upp við heimskulegar spurningar blaðamanns og segist ekki vera hissa þó almenningur skilji ekki alltaf um hvað Greiningardeildin snýst. "Þetta skiptist í þrjú horn," segir Steingrímur. "Í fyrsta lagi fylgjumst við með þróun efnahagslífsins hérlendis og erlendis, fylgjumst með gengi krónunnar, atvinnuleysi, verðbólgu og erlendum stýrivaxtahækkunum svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi gefur svo Greiningardeild út fréttapistilinn ,,Hálffimm fréttir", sem eru helstu fréttir um það sem er að gerast á mörkuðum á hverjum degi. Á um það bil þriggja mánaða fresti gefur efnahagsgreiningin frá sér sérefni um afmarkað efni, síðast var til dæmis fjallað um orsakir hækkana á fasteignamarkaði að undanförnu og haldinn kynningarfundur þar sem mættu 300 manns." Steingrímur segir starfið afar skemmtilegt og alltaf eitthvað nýtt að gerast. "Þetta er aldrei tilbreytingarlaust því viðskiptaumhverfið er svo spennandi og dýnamískt. Við erum þrír hagfræðingar í deildinni og reynum að vera á tánum og fylgjast með öllu. Svo fer alltaf tími í að sinna miðlurunum okkar sem eru að selja útlendingurm skuldabréf, en þeir vilja hafa greiðan aðgang að hagfræðingum." Steingrímur var strax í menntaskóla áhugasamur um tölur og hagfræði og eftir að hafa tekið hagfræðikúrs var framtíð hans ráðin. Nú er hann með BS-gráðu í greininni. Hann segir samt mjög skiljanlegt að fólk sé oft áttavillt í fjármálafrumskóginum. "Maður tekur það oft sem gefið að fólk skilji almenn hugtök eins og stýrivexti og verðbólgu. Það er ekkert sjálfsagt. Það er ekki einu sinni skrýtið þó fólk kunni ekki skil á samspili vaxta og gengis." Steingrímur segir móralinn á vinnustaðnum mjög góðan og í hádeginu hittist menn og lesi upp úr DV. "Ég var einu sinni á sjó og þetta er hálfgerð togarastemning hjá okkur. Þetta eru hressir strákar og ekkert nema gott um móralinn að segja."
Atvinna Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira