Menning

Yfirvinna ekki borguð

Bretar hafa samkvæmt nýrri könnun tapað 23 milljörðum punda vegna ógreiddrar yfirvinnu á síðasta ári. Nemur tapið rúmum 4500 pundum á mann að meðaltali, eða um hálfri milljón íslenskra króna. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Þetta kemur fram í nýrri könnun verkalýðsfélags í Bretlandi sem skýrt er frá á fréttasíðu BBC. Sextíu þúsund manns tóku þátt í könnuninni og var spurt um vinnumynstur og hversu margar stundir viðkomandi hafði unnið í yfirvinnu án þess að fá greitt fyrir. Kennarar og fyrirlesarar vinna að meðaltali 11 stundir og 36 mínútur af ógreiddri yfirvinnu á viku, tveimur stundum meira en aðstoðarforstjórar sem komu næstir. Þess ber þó að geta að kennarar fá þrettán vikna frí á ári sem ekki er tekið tillit til í niðurstöðu könnunarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×