Skyrtan sem passar við allt 3. mars 2005 00:01 Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir." Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir."
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira