Með lag á heilanum 15. mars 2005 00:01 Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað. Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Vísindamenn eru alltaf að reyna að finna út hvað það er sem gerir það að verkum að fólk hneigist meira að sumum lögum en öðrum og af hverju sum lög eða lagabútar kalla á næstum áráttukenndar endurtekningar, löngu eftir að þau hætta að hljóma. Nokkrir doktorsnemar við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum gerðu rannsókn á því hvar í heilanum lög hljóma og hvar við geymum þau svo þegar við heyrum þau ekki lengur. Rannsóknin var gerð þannig að sjálfboðaliðar voru látnir hlusta á lög sem var lækkað niður í öðru hvoru þannig að þeir heyrðu bara hluta af lögunum. Þeir voru einnig tengdir við heilaskanna sem fylgdist með starfsemi heilans á meðan á hlustuninni stóð, einkum í þeirri heilastöð sem tengist eyrunum. Lögin voru ýmist þekkt eða óþekkt og var munur á heilastarfseminni eftir því hvort áheyrendur þekktu lögin eða ekki. Þegar lögin voru þekkt var starfsemi í hlustunarstöðinni óbreytt hvort sem lögin hljómuðu eða ekki og sjálfboðaliðarnir sögðust heyra lögin í huganum þótt ekkert heyrðist af bandinu. Fólk hélt með öðrum orðum áfram að syngja kunnuglegu lögin í huganum þó þau væru hætt að hljóma í eyrunum. Því þekktari sem lögin voru, því líklegra var fólk til að halda áfram að "heyra" þau þótt þau heyrðust ekki. Það virtist líka skipta máli hvort lagið var klárað. Lög sem ekki voru spiluð til enda voru líklegri til að halda áfram að hljóma í huga sjálfboðaliðanna. Einnig var misjafnt hvaða hlutar hlustunarstöðvarinnar voru virkir eftir því hvort lagið hafði texta eða ekki og málstöðvar heilans sýndu líka virkni þegar þögn var í lögum með texta. Minningar tengdar lögunum gerðu það síðan að verkum að enn fleiri og ólíkari heilastöðvar sýndu virkni. Stundum hefur verið talað um að fólk fái lög "á heilann" og sú virðist vera raunin en spurningunni um af hverju sum lög eru ágengari en önnur hefur enn ekki verið svarað.
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira