Sædís heldur vel utan um sjómenn 15. mars 2005 00:01 "Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Við höfum náttúrlega verið að þjónusta sjávarútveginn í meira en fimmtíu ár og fyrstu sjómannadýnurnar okkar voru framleiddar um árið 1950. Við höfum þróað þessar dýnur alla leið síðan til að falla sem best inn í þær aðstæður sem sjómenn búa við. Þær eru auðvitað allt aðrar en á landi því skipið vaggar og öldurnar dynja á því," segir Halldór Snædal, sölustjóri Lystadún-Marco. "Nýjasta dýnan okkar kallast Sædís og við höfum unnið að þróun hennar í fjögur ár. Sædís er allt öðruvísi en fyrri dýnur, hún er lagskipt og á yfirborðinu er mjúkur þrýstijöfnunarsvampur. Það lag formast um sjómanninn og hann hreyfist minna í öldugangi. Undirlagið er líka mýkra en áður og virkar eiginlega sem stuðdempari og tekur stærstu og mestu höggin af sjómanninum. Kantarnir á dýnunni eru stífir og því myndar dýnan eins konar vöggu utan um sjómanninn." "Allur öryggisbúnaður sjómanna dugar skammt þegar þeir fá ekki hvíld á lélegum dýnum og geta varla staðið fyrir þreytu. Sædís einangrar mjög vel og því ná sjómenn upp líkamshita fljótt og sofna fyrr. Á lélegum dýnum tekur það allt upp í klukkutíma að ná upp líkamshita og það er líka erfitt að sofna þegar öldugangur úti fyrir leiðir inn í líkama sjómannsins. Þeir sem hvílast vel missa færri túra vegna bakeymsla og veikinda og því sparar dýnan útgerðunum gríðarlegan pening," segir Halldór.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira