Innlent

Meðalverð íbúðarhúsnæðis lækkaði

MYND/E.Ól.

Meðalverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og víðast hvar annars staðar í þéttbýli lækkaði í síðustu viku í samanburði við meðalverð síðastliðinna tólf vikna. Samkvæmt þinglýstum kaupsamningum lækkaði það um þréttán hundruð þúsund á höfuðborgarsvæðinu, um fjórar milljónir á Akureyri og um þrjár og hálfa milljón á Árborgarsvæðinu. Þá voru alls staðar gerðir færri kaupsamningar en að meðaltali síðustu tólf vikurnar en algengt er að heldur dragi úr veltunni á húsnæðismarkaðnum í aðdraganda jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×