Fjórða hamingjusamasta þjóðin 10. janúar 2005 00:01 Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum. Heilsa Innlent Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum.
Heilsa Innlent Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning