Hristir af sér vetrarforðann 7. júní 2005 00:01 "Fyrir mig og eins og flesta er alger nauðsyn að hreyfa sig annars kemur það í bakið á manni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og segist vera nokkuð meðvitaður um að hreyfa sig en kannski ekki alltaf nógu duglegur. "Eina leiðin til að gera þetta af einhverju viti er að æfa reglulega í líkamsræktarstöð, en það hef ég gert lengi," segir Guðlaugur Þór. Auk þess að sækja líkamsræktarstöðina, spilar hann fótbolta og körfubolta, hjólar með fjölskyldunni, fer á skíði á veturna og út að hlaupa. Hann hefur líka vanið sig á að hlaupa alltaf upp stiga í stað þess að taka lyftu, en lykilatriðið segir hann að hafa fjölbreytni í hreyfingunni til að koma í veg fyrir stöðnun. "Stundum eru stigarnir eina hreyfingin sem ég fæ sérstaklega þegar mikið er að gera og erfitt að komast frá. Starfið mitt er bara þess eðlis að maður veit aldrei hvenær stund gefst," segir Guðlaugur Þór en vinnan getur tekið mikið af hans tíma og segir hann það hafa orðið til þess að allir fótboltahópar sem hann spilar með hafa gefist upp á honum. "Já, það gefast allir upp á mér því ég mæti svo illa," segir Guðlaugur Þór og skellihlær. Nú þegar komið er að sumarfríi segist hann ætla að nota það til að hreyfa sig aðeins. "Ég er búinn að safna á mig smá vetrarforða sem ég þarf að losna við, svo mér verði ekki of heitt í sumar," segir Guðlaugur Þór og skellir upp úr. "Konan er nýbúin að skoða gamlar myndir og heimtar að ég fari í átak," segir Guðlaugur Þór kíminn og tilkynnir með stolti að hann ætli að læra tennis í sumar og hann hafi verið úti að hlaupa nú síðast í morgun. "Ég er nú kannski enginn brjálaður hlaupagarpur, en mér líður voða vel á eftir," segir Guðlaugur Þór. Heilsa Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira
"Fyrir mig og eins og flesta er alger nauðsyn að hreyfa sig annars kemur það í bakið á manni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og segist vera nokkuð meðvitaður um að hreyfa sig en kannski ekki alltaf nógu duglegur. "Eina leiðin til að gera þetta af einhverju viti er að æfa reglulega í líkamsræktarstöð, en það hef ég gert lengi," segir Guðlaugur Þór. Auk þess að sækja líkamsræktarstöðina, spilar hann fótbolta og körfubolta, hjólar með fjölskyldunni, fer á skíði á veturna og út að hlaupa. Hann hefur líka vanið sig á að hlaupa alltaf upp stiga í stað þess að taka lyftu, en lykilatriðið segir hann að hafa fjölbreytni í hreyfingunni til að koma í veg fyrir stöðnun. "Stundum eru stigarnir eina hreyfingin sem ég fæ sérstaklega þegar mikið er að gera og erfitt að komast frá. Starfið mitt er bara þess eðlis að maður veit aldrei hvenær stund gefst," segir Guðlaugur Þór en vinnan getur tekið mikið af hans tíma og segir hann það hafa orðið til þess að allir fótboltahópar sem hann spilar með hafa gefist upp á honum. "Já, það gefast allir upp á mér því ég mæti svo illa," segir Guðlaugur Þór og skellihlær. Nú þegar komið er að sumarfríi segist hann ætla að nota það til að hreyfa sig aðeins. "Ég er búinn að safna á mig smá vetrarforða sem ég þarf að losna við, svo mér verði ekki of heitt í sumar," segir Guðlaugur Þór og skellir upp úr. "Konan er nýbúin að skoða gamlar myndir og heimtar að ég fari í átak," segir Guðlaugur Þór kíminn og tilkynnir með stolti að hann ætli að læra tennis í sumar og hann hafi verið úti að hlaupa nú síðast í morgun. "Ég er nú kannski enginn brjálaður hlaupagarpur, en mér líður voða vel á eftir," segir Guðlaugur Þór.
Heilsa Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Sjá meira