Erlent

Hermenn farast í þyrluslysi

Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. Þetta er í annað sinn sem spænski herinn verður fyrir manntjóni í tengslum við störf sín í Afganistan, en fyrir tveimur árum létust 62 spænskir friðargæsluliðar þegar flugvél á leið frá Afganistan til Spánar hrapaði í Tyrklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×