Vel búinn bíll á hagstæðu verði 11. mars 2005 00:01 Ný Hyundai Sonata verður frumsýnd hjá B og L nú um helgina og er þetta fimmta kynslóð bílsins, sem kom fyrst á markað árið 1985. Bíllinn hefur verið lengdur um 5,5 mm frá síðustu útgáfu og er plássið vel nýtt því þetta er bíll sem er vel stór að innan, yfirdrifið pláss fyrir fætur fullorðinna aftur í þótt framsætisfólk spari ekkert við sig plássið. Farangursgeymslan er einnig mjög stór (462 l). Breytingar á útliti eru ekki byltingarkenndar en framendinn sérstaklega er fallegur og nútímalegri en á fyrirrennaranum. Að innan er bíllinn einfaldur en stílhreinn og ekki síður aðgengilegur og notendavænn. Af nýjum staðalbúnaði má nefna nýtt og fullkomið fjöðrunarkerfi og fjögurra þrepa steptronic-sjálfskiptingu með beinskiptimöguleika. Í lok febrúar var blaðamönnum boðið að reynsluaka bílnum í Þýskalandi. Þar voru reynslueknir bílar með 2,4 lítra 161 hestafla vél, bæði beinskipur og sjálfskiptur, en þetta eru fyrstu útgáfur bílsins í nýju 2005 útfærslunni. Síðar á árinu er væntanleg ný Sonata með 3,3 lítra V-6 vél og á næsta ári kemur dísilbíll með tveggja lítra CRDi-vél. Bíllinn var skemmtilegur í allri umgengni og vakti til dæmis athygli hversu vel hann lá á hraðbrautinni jafnvel þótt afar greitt væri ekið. Sömuleiðis var bíllinn vel einangraður þannig að veghljóð greindust varla. Viðmótið var skemmtilegt og hlutir eins og leðurklætt stýri og hnúður á gírstöng gefabílnum gæðalegt yfirbragð. Sömuleiðis upphitun í framrúðu fyrir rúðuþurrkur, sem kom sér vel í frostinu sem herjaði á Mið-Evrópu. Hyundai Sonata er bíll sem hentar þeim sem vilja verulega rúmgóðan fólksbíl með góða aksturseiginleika og er um leið á afar góðu verði. Verðið á sjálfskipta bílnum er 2.290.000 kr. en sá beinskipti kostar 2.190.000. Hyundai Sonata verður frumsýnd nú um helgina hjá B og L. Opið er milli kl. 12 og 16 báða dagana. Bílar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný Hyundai Sonata verður frumsýnd hjá B og L nú um helgina og er þetta fimmta kynslóð bílsins, sem kom fyrst á markað árið 1985. Bíllinn hefur verið lengdur um 5,5 mm frá síðustu útgáfu og er plássið vel nýtt því þetta er bíll sem er vel stór að innan, yfirdrifið pláss fyrir fætur fullorðinna aftur í þótt framsætisfólk spari ekkert við sig plássið. Farangursgeymslan er einnig mjög stór (462 l). Breytingar á útliti eru ekki byltingarkenndar en framendinn sérstaklega er fallegur og nútímalegri en á fyrirrennaranum. Að innan er bíllinn einfaldur en stílhreinn og ekki síður aðgengilegur og notendavænn. Af nýjum staðalbúnaði má nefna nýtt og fullkomið fjöðrunarkerfi og fjögurra þrepa steptronic-sjálfskiptingu með beinskiptimöguleika. Í lok febrúar var blaðamönnum boðið að reynsluaka bílnum í Þýskalandi. Þar voru reynslueknir bílar með 2,4 lítra 161 hestafla vél, bæði beinskipur og sjálfskiptur, en þetta eru fyrstu útgáfur bílsins í nýju 2005 útfærslunni. Síðar á árinu er væntanleg ný Sonata með 3,3 lítra V-6 vél og á næsta ári kemur dísilbíll með tveggja lítra CRDi-vél. Bíllinn var skemmtilegur í allri umgengni og vakti til dæmis athygli hversu vel hann lá á hraðbrautinni jafnvel þótt afar greitt væri ekið. Sömuleiðis var bíllinn vel einangraður þannig að veghljóð greindust varla. Viðmótið var skemmtilegt og hlutir eins og leðurklætt stýri og hnúður á gírstöng gefabílnum gæðalegt yfirbragð. Sömuleiðis upphitun í framrúðu fyrir rúðuþurrkur, sem kom sér vel í frostinu sem herjaði á Mið-Evrópu. Hyundai Sonata er bíll sem hentar þeim sem vilja verulega rúmgóðan fólksbíl með góða aksturseiginleika og er um leið á afar góðu verði. Verðið á sjálfskipta bílnum er 2.290.000 kr. en sá beinskipti kostar 2.190.000. Hyundai Sonata verður frumsýnd nú um helgina hjá B og L. Opið er milli kl. 12 og 16 báða dagana.
Bílar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira