Kláruðu mótið með sæmd 29. janúar 2005 00:01 Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti. Íslenski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjá meira
Fyrir leikinn voru margir óttaslegnir að leikurinn yrði mikið basl enda ekki að neinu að keppa fyrir strákana. Hugarfar þeirra var hins vegar í góðu lagi og ljóst að strákarnir vildu ljúka keppni með sæmd. Það gerðu þeir svo sannarlega því strákarnir hreinlega völtuðu yfir Alsírbúana og unnu að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa leitt með átta mörkum í leikhléi, 19-11. Léttleiki og leikgleði einkenndi leik íslenska liðsins sem kaffærði Alsír strax í byrjun með fínum varnarleik, góðri markvörslu og vel útfærðum hraðaupphlaupum sem Alsír átti ekkert svar við. Leiknum var því í raun lokið í leikhléi en strákarnir héldu samt ágætri einbeitingu í síðari hálfleik og sáu til þess að forystan var aldrei í hættu. Birkir Ívar fékk loksins að spila heilan leik og hann varði mjög vel. Guðjón Valur kórónaði gott mót hjá sér með tíu fínum mörkum og Róbert Gunnarsson var einnig mjög öflugur. Alexander Petterson var síðan mjög góður í vörninni. Aðrir leikmenn áttu ágæta spretti en leikurinn hefði getað unnist mun stærra ef strákarnir hefðu nýtt dauðafærin betur en fjöldi þeirra fór forgörðum eins og oft áður á þessu móti. Þó að niðurstaða mótsins hafi valdið miklum vonbrigðum er ljóst að þetta lið á framtíðina fyrir sér. Viggó mætti til leiks með tíu nýja leikmenn sem enga reynslu höfðu af stórmótum en þeir öðluðust mikla reynslu á þessu móti. Það mun koma liðinu vel í framtíðinni því flestir sýndu þeir fram á að þeir eiga fullt erindi í alþjóðabolta og einhverjir hefðu jafn vel átt að fá tækifæri með liðinu fyrr en núna. Það er ár í næsta stórmót sem er EM í Sviss og það ár verður Viggó Sigurðsson að nýta vel til þess að laga varnarleik liðsins. Hann er langt frá því að vera viðunandi og liðið nær engum árangri á næsta móti ef hann batnar ekki. Stöðugleiki er annar höfuðverkur en hinum frægu slæmu köflum verður að fækka hið fyrsta. Sóknarleikurinn er lítill höfuðverkur og það eru frábærar fréttir fyrir liðið að Ólafur Stefánsson ætli að spila áfram því þessir ungu drengir þurfa á leiðsögn hans og reynslu að halda til þess að bæta sig. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lið spjarar sig á næsta móti.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Sjá meira