Morgunverðurinn eykur fitubrennslu 4. apríl 2005 00:01 Myndir þú reyna að keyra þvert yfir landið á bílnum þínum á ef tankurinn væri tómur? Ef ekki þá veist þú hvers vegna við þurfum að borða morgunverð! Hefur bein áhrif á fitubrennslu Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunverð eru öllu jöfnu grennri en þeir sem gera það ekki. Mjög líklega er þetta vegna þess að líkaminn tekur mið af morgunverðinum þegar hann "stillir" brennslu dagsins af. Pabbi "gamli" Pabbi minn, sem var fyrsti viðskiptavinur minn í einkaþjálfun, kvartaði alltaf yfir því að hann yrði fyrr svangur ef hann borðaði morgunverð sem og að hann borðaði greinilega meira yfir daginn þegar hann borðaði morgunverð. Ætti ekki að koma á óvart! Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þar sem brennsla líkamans verður örari þegar við borðum morgunverð sem, að minnsta kosti að einhverju leyti, eykur brennslu –- og þar með einnig fitubrennslu -– líkamans. Þar með eykst þörf okkar fyrir hitaeiningar sem veldur því að við borðum meira yfir daginn. Þetta eykur hins vegar ekki fitusöfnun heldur getur flýtt mikið fyrir fitutapi, sérstaklega ef við stundum samhliða þessu reglulega líkamsrækt. Hvað er góður morgunverður? Mjög gott er að morgunverðurinn sé trefjaríkur. Allt of oft gleymist að borða nægilegt magn trefja yfir daginn, en við þurfum um 30 g af trefjum á dag. Við þurfum trefjar úr þessu þremur fæðuflokkum: Kornmeti Grænmeti Ávextir Heilsuráðgjafinn mælir með? Skyr.is drykkurinn og ávöxtur er tilvalinn morgunverður. Ef við fáum okkur skyr og banana þá er það mjög fljótleg og holl máltíð sem þess vegna er hægt að taka með sér í bílinn. Ef við höfum lengri tíma þá getur verið mjög gott að fá sér trefjaríkari morgunverð s.s. Cheerios disk með undanrennu, fjör- eða léttmjólk. Einnig mæli ég með því að setja skyr.is drykkinn, t.d. vanillu, beint út á morgunkorn sem er hrikalega bragðgott og hollt! Hér í World Class Laugum, þar sem ég vinn, fá sér margir "Boozt" drykk á morgnana sem er einnig mjög hollt og gott og ætti að vera auðvelt að koma við hvort sem er heima eða í vinnunni. Meðlæti? Það er tilvalið að saxa út í þetta banana til þess að auka sætubragð, auk þess eru bananar meinhollir, en fyrir nammigrísi eins og mig mæli ég með strásætu sem á ekki að vera skaðleg líkamanum á neinn hátt sé hennar neytt í hóflegu magni. Persónulega nota ég léttmjólk en ef t.d. mjólkuróþol er til staðar er hægt að nota soja- eða hrísmjólk sem eru orðnar merkilega góðar á bragðið. Dæmi um máltíðir s.s. morgunverð, þetta sem og önnur hollráð Sölva er einnig að finna á vefsvæði okkar, www.heilsuradgjof.is Heilsa Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Myndir þú reyna að keyra þvert yfir landið á bílnum þínum á ef tankurinn væri tómur? Ef ekki þá veist þú hvers vegna við þurfum að borða morgunverð! Hefur bein áhrif á fitubrennslu Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunverð eru öllu jöfnu grennri en þeir sem gera það ekki. Mjög líklega er þetta vegna þess að líkaminn tekur mið af morgunverðinum þegar hann "stillir" brennslu dagsins af. Pabbi "gamli" Pabbi minn, sem var fyrsti viðskiptavinur minn í einkaþjálfun, kvartaði alltaf yfir því að hann yrði fyrr svangur ef hann borðaði morgunverð sem og að hann borðaði greinilega meira yfir daginn þegar hann borðaði morgunverð. Ætti ekki að koma á óvart! Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart þar sem brennsla líkamans verður örari þegar við borðum morgunverð sem, að minnsta kosti að einhverju leyti, eykur brennslu –- og þar með einnig fitubrennslu -– líkamans. Þar með eykst þörf okkar fyrir hitaeiningar sem veldur því að við borðum meira yfir daginn. Þetta eykur hins vegar ekki fitusöfnun heldur getur flýtt mikið fyrir fitutapi, sérstaklega ef við stundum samhliða þessu reglulega líkamsrækt. Hvað er góður morgunverður? Mjög gott er að morgunverðurinn sé trefjaríkur. Allt of oft gleymist að borða nægilegt magn trefja yfir daginn, en við þurfum um 30 g af trefjum á dag. Við þurfum trefjar úr þessu þremur fæðuflokkum: Kornmeti Grænmeti Ávextir Heilsuráðgjafinn mælir með? Skyr.is drykkurinn og ávöxtur er tilvalinn morgunverður. Ef við fáum okkur skyr og banana þá er það mjög fljótleg og holl máltíð sem þess vegna er hægt að taka með sér í bílinn. Ef við höfum lengri tíma þá getur verið mjög gott að fá sér trefjaríkari morgunverð s.s. Cheerios disk með undanrennu, fjör- eða léttmjólk. Einnig mæli ég með því að setja skyr.is drykkinn, t.d. vanillu, beint út á morgunkorn sem er hrikalega bragðgott og hollt! Hér í World Class Laugum, þar sem ég vinn, fá sér margir "Boozt" drykk á morgnana sem er einnig mjög hollt og gott og ætti að vera auðvelt að koma við hvort sem er heima eða í vinnunni. Meðlæti? Það er tilvalið að saxa út í þetta banana til þess að auka sætubragð, auk þess eru bananar meinhollir, en fyrir nammigrísi eins og mig mæli ég með strásætu sem á ekki að vera skaðleg líkamanum á neinn hátt sé hennar neytt í hóflegu magni. Persónulega nota ég léttmjólk en ef t.d. mjólkuróþol er til staðar er hægt að nota soja- eða hrísmjólk sem eru orðnar merkilega góðar á bragðið. Dæmi um máltíðir s.s. morgunverð, þetta sem og önnur hollráð Sölva er einnig að finna á vefsvæði okkar, www.heilsuradgjof.is
Heilsa Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira