Innlent

Mesti verðmunur 107 prósent

Það skiptir máli hvar fólk kaupir inn til jólanna. Samkvæmt verðkönnun ASÍ munar allt að 107 prósentum á klassískum jólavörum, mestu á Jólasíld sem kostar 289 krónur í Bónus en 599 krónur í 10-11. Verð 34 vara var skoðað.

Bónus var fimmtán sinnum með lægsta verðið en 10-11 tíu sinnum með hæsta verðið þrátt fyrir að þar væru aðeins til þrettán af 34 vörum sem voru kannaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×