Innlent

Yngsta fólkið óttast ekki verðbólgu

Verðbólga veldur sextán til 24 ára fólki minnstum áhyggjum en 25 til 34 ára fólki mestum áhyggjum. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að 54 prósent aðspurðra sögðu mikla verðbólgu valda sér mjög eða frekar miklum áhyggjum en 37 prósent sögðu hana valda sér mjög eða frekar litlum áhyggjum.

Ef litið er til einstakra aldurshópa kemur fram að 32 prósent yngsta fólksins segir mikla verðbólgu valda sér mjög eða frekar miklum áhyggjum en 64 prósent næstu kynslóðar fyrir ofan, 25 til 34 ára gamalt fólk segist hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af mikilli verðbólgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×