Erlent

Rússar selja Sýrlendingum vopn

Rússnesk hermálayfirvöld eiga í samningaviðræðum við Sýrlendinga um sölu á loftvarnarflugskeytum. Starfsmaður í rússneska varnarmálaráðuneytinu staðfesti þetta. Um er að ræða svokölluð Igla-flugskeyti sem eru á færanlegum skotpöllum. Bæði ísraelsk og bandarísk stjórnvöld hafa lýst óánægju sinni með þessi viðskipti vegna hættunnar á því að flugskeytin komist í hendurnar á hryðjuverkamönnum. Sýrlensk stjórnvöld hafa verið sökuð um að halda hlífiskildi yfir hryðjuverkamönnum, meðal annars íröskum uppreisnarmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×