Besta byrjun Clippers í sögunni 21. nóvember 2005 14:45 Sam Cassell er lykilmaðurinn á bak við stórbætta spilamennsku Clippers-liðsins í vetur. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira