Innlent

Tæplega 100 milljónir söfnuðust á uppboði UNICEF

Á blaðamannafundi UNICEF á Hótel Nordica í gær.
Á blaðamannafundi UNICEF á Hótel Nordica í gær. MYND/GVA

Hátt í hundrað milljóna króna framlag safnaðist í uppboði undir hátíðarkvöldverði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem sir Roger Moore var ræðumaður. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin í boði Baugs, FL Group og Fons, sem fyrr um daginn höfðu gefið samtals 135 milljónir til mannúðarstarfa í Gíneu-Bissá í Afríku. Hæsta tilboð sem barst í hlut á uppboðinu var 21 milljón króna í málverk eftir Hallgrím Helgason rithöfund, sem hann á eftir að mála, og einn gestanna greiddi tvær og hálfa milljón fyrir að fá að vera veðurfréttamaður á NFS í einn dag, svo eitthvað sé nefnt. 80 milljónir söfnuðust á uppboðinu og síðan skráðu gestir sig fyrir framlögum upp á hátt í 20 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×