Skerða framlög ganganna 5. apríl 2005 00:01 Samkvæmt nýkynntri samgönguáætlun fara 85 milljarðar króna til samgöngumála næstu fjögur árin en af því fara 60 milljarðar í vegakerfið. Verkefni í grunneti, en svo kallast allir stofn-, tengi- og landsvegir í vegakerfinu, skiptast þannig að tæpar tíu milljarðar króna fara til verkefna á landsbyggðinni en 6,3 milljarðar til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðist verður í mun færri verkefni í ár og því næsta en áætlað var í fyrri samgönguáætlunum en það fé mun skila sér aftur árin 2007 og 2008. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ýmis smærri verkefni frestist vegna þessa um þennan sama tíma en fyrst og fremst skerðist framlög til Héðinsfjarðarganga. Í áætluninni er til þess tekið að fjárveitingar til jarðganga skuli miðast við að lokið verði við Fáskrúðsfjarðargöng og Héðinsfjarðargöng verði boðin út síðla á þessu ári. Ekki er tilgreint nánar hvenær framkvæmdir við þau muni hefjast. Breikkun og endurnýjun brúa er stór þáttur í vegagerð næstu fjögur árin. Bent er á í áætluninni að endurbyggingu þeirra miði hægt og viðhaldskostnaður vegna þeirra sé að jafnaði meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Eðlileg viðhaldsþörf er talin um eitt prósent af heildarverðmæti allra brúa á ári en það eru um 300 milljónir króna árlega. Viðhaldsþörfin hefur þó aukist talsvert þar sem flestar brýr á landinu eru komnar til ára sinna enda margar byggðar um miðbik síðustu aldar. Auka á áherslu á umferðaröryggi með nýju áætluninni og hafa stjórnvöld sett sér skýr markmið fram til ársins 2016. Skal á því tímabili fækka dauðaslysum í umferðinni til jafns við það sem best gerist í heiminum. Reynt skuli einnig að fækka dauðaslysum og alvarlegum slysum að jafnaði um fimm prósent á ári fram til þess árs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Samkvæmt nýkynntri samgönguáætlun fara 85 milljarðar króna til samgöngumála næstu fjögur árin en af því fara 60 milljarðar í vegakerfið. Verkefni í grunneti, en svo kallast allir stofn-, tengi- og landsvegir í vegakerfinu, skiptast þannig að tæpar tíu milljarðar króna fara til verkefna á landsbyggðinni en 6,3 milljarðar til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðist verður í mun færri verkefni í ár og því næsta en áætlað var í fyrri samgönguáætlunum en það fé mun skila sér aftur árin 2007 og 2008. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir að ýmis smærri verkefni frestist vegna þessa um þennan sama tíma en fyrst og fremst skerðist framlög til Héðinsfjarðarganga. Í áætluninni er til þess tekið að fjárveitingar til jarðganga skuli miðast við að lokið verði við Fáskrúðsfjarðargöng og Héðinsfjarðargöng verði boðin út síðla á þessu ári. Ekki er tilgreint nánar hvenær framkvæmdir við þau muni hefjast. Breikkun og endurnýjun brúa er stór þáttur í vegagerð næstu fjögur árin. Bent er á í áætluninni að endurbyggingu þeirra miði hægt og viðhaldskostnaður vegna þeirra sé að jafnaði meiri en fjárlög gera ráð fyrir. Eðlileg viðhaldsþörf er talin um eitt prósent af heildarverðmæti allra brúa á ári en það eru um 300 milljónir króna árlega. Viðhaldsþörfin hefur þó aukist talsvert þar sem flestar brýr á landinu eru komnar til ára sinna enda margar byggðar um miðbik síðustu aldar. Auka á áherslu á umferðaröryggi með nýju áætluninni og hafa stjórnvöld sett sér skýr markmið fram til ársins 2016. Skal á því tímabili fækka dauðaslysum í umferðinni til jafns við það sem best gerist í heiminum. Reynt skuli einnig að fækka dauðaslysum og alvarlegum slysum að jafnaði um fimm prósent á ári fram til þess árs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira