Erlent

Bréfberi í steininn

Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess. Starfsaðferðir bréfberans þóttu sérstaklega útsmognar. Hann leigði sér kjallaraherbergi þar sem hann kom sér upp aðstöðu til að búa til eftirlíkingar af kortunum. Eftirlíkingarnar setti hann svo í ný umslög sem hann svo smeygði inn um bréfalúguna hjá fórnarlömbum sínum, sem áttu sér einskis ills von.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×