Erlent

Tólf tungl finnast

Stjörnufræðingar hafa fundið tólf ný tungl sem eru á sporbaug um Satúrnus. Þekkt tungl plánetunnar eru því orðin 46. Tunglin tólf, sem vísindamenn við Hawaii-háskólann fundu með sérlega öflugum sjónauka af Subaru-gerð, eru flest aðeins 3-7 kílómetrar í þvermál. Þau eru óregluleg í laginu og snúast í gagnstæða átt við stóru tunglin. Júpíter er þó enn sú reikistjarna sem flest tunglin hefur, 63 talsins, en 27 tungl hverfast um Úranus og þrettán um Neptúnus. Þrátt fyrir mismunandi stærð snýst um stóru reikistjörnurnar fjórar svipaður fjöldi smátungla og er sú staðreynd vísindamönnum ráðgáta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×