Innlent

Fjöldi atkvæða ekki gefinn upp

Forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins gefa ekki upp hversu mörg atkvæði bárust símleiðis í keppnina Ungfrú heimur sem sýnd var á Skjá einum á laugardag. Keppnin í ár var með öðru sniði en áður. Netkosning og símakosning réðu því hvaða stúlkur komust í sex manna úrslit en dómnefnd valdi svo Unni Birnu Vilhjálmsdóttur Ungfrú heim.

Það var hins vegar síma- og netkosningin sem réðu því að Unnur Birna komst í úrslit. Þar var tekið mið af fólksfjölda hvers lands þannig að öll löndin höfðu sama vægi. Það var gert svo stúlkur frá fjölmennum þjóðum hefðu ekki greiðan aðgang að úrslitunum í krafti fjölmennis þjóðar sinnar. Íslendingar hafa væntanlega verið duglegir að hringja í símakosningunni og gefa Unni Birnu sitt atkvæði en atkvæðafjöldinn verður ekki látinn uppi.

"Það er ekki gefið upp, enda skiptir það ekki máli þar sem það var líka netkosning," segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, markaðsstjóri hjá Íslenska sjónvarpsfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×