Innlent

Hraðahindrun flutt úr stað

Hann var nokkuð ­bí­ræfinn­ náunginn sem stal hraðahindrun í Búðardal aðfaranótt laugardags en henni var síðan raðað upp á graskant fyrir framan stjórnsýsluhús bæjarins.

Hraðahindranir sem þessar eru enginn smásmíði því þær eru settar saman úr fjórtán hlutum sem eru boltaðir niður í malbakið. Þetta hefur því verið ansi mikið þolinmæðiverk. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um verknaðinn og hyggst ræða við hann á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×