Innlent

Maður og barn sluppu ómeidd

Bílvelta varð norðan við vegasjoppuna Baulu rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Ökumann og barn sem var í bílnum sakaði ekki en bifreiðin er talin vera ónýt. Vegurinn á þessum slóðum er mjög illa farinn og þá var einnig mikil hálka þegar slysið varð.

Bíllinn lenti í holu á veginum og varð það til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og fór hann tvær veltur. Þá var tilkynnt um útafakstur um klukkan tíu í gærmorgun á Vesturlandsvegi rétt við Grundartanga en ökumann sakaði ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×