Innlent

Símakaup fyrir 160 milljarða

Fjárfestingar Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í evrópskum símafélögum nema að minnsta kosti 160 milljörðum króna. Stærst þessara fjárfestinga er í BTC í Búlgaríu en Björgólfur á um 75 prósent hlutabréfa í félaginu. Verðmæti BTC hefur fimmfaldast frá því að fyrirtækið var einkavætt árið 2004 en markaðsvirði félagsins er um 150 milljarðar króna.

Markaðsvirði eignarhluta Björg­ólfs í símafélögunum Elisa í Finnlandi og CRa í Tékklandi er hvort um sig yfir tuttugu milljarðar króna. Þá á Novator stóra hluti í Netia Mobile, næststærsta símafélagi Póllands, og gríska fjarskiptafyrirtækinu FORTH net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×