Innlent

Nær allir vildu for­stjórana fyrir dóm

Á fundi forsvarsmanna olíufélaganna með samkeppnisyfirvöldum í byrjun árs, skömu áður en áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp úrskurð sinn.
Á fundi forsvarsmanna olíufélaganna með samkeppnisyfirvöldum í byrjun árs, skömu áður en áfrýjunarnefnd samkeppnismála kvað upp úrskurð sinn.

Óvenjumargir tóku af­stöðu til spurningar um hvort for­stjór­ar olíu­félag­anna ættu að svara til saka fyrir ólöglegt verð­sam­ráð þeirra, í könnun sem blaðið gerði í byrjun nóvember í fyrra. Könnunin var gerð í kjölfar sektarákvörðunar sam­keppnis­ráðs. 96,7 prósent vildu svara og taka með því afstöðu til málsins. 99 prósent þeirra sem svöruðu vildu láta draga forstjórana til ábyrgðar. Eitt prósent var því ósam­mála.

800 manna úrtak, með jöfnu kynja­hlutfalli og hlutfalls­skipt­ingu eftir kjördæmum svaraði spurningunni: Eiga stjórnendur olíufélaganna að svara til saka vegna verðsamráðanna?

Mat manna var að könn­un­in endur­spegl­aði hug almennings og áhuga á málinu. Þá höfðu samkeppnis­yfirvöld nýverið upp­lýst um fjölda tilvika sem félögin voru sektuð fyrir og mörgum sem greinilega þótti blasa við að hægt væri að sak­fella einstaklingana við stjórn­völinn á grundvelli þeirra upp­lýsinga.

Í sömu könnun var fólk spurt hvort það teldi að Þórólfur Árna­son, þá­verandi borgarstjóri, ætti að segja af sér vegna olíumálsins og töldu 55,6 prósent hann eiga að gera það. Enda fór það svo í byrjun sama mánaðar og lét hann af störfum um næstu mánaðamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×