Fær ekki að hitta dóttur sína 5. nóvember 2005 06:00 Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Lífið Menning Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira