Endurmenntun HÍ 25. ágúst 2004 00:01 Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót. Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót.
Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira