Útnefningarhátíð í skugga mótmæla 29. ágúst 2004 00:01 Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan. Erlent Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira