Útnefningarhátíð í skugga mótmæla 29. ágúst 2004 00:01 Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins. Repúblikanar leggja upp með að lýsa Bush sem öflugum leiðtoga sem leiddi þjóðina í gegnum hörmungarnar sem riðu yfir með hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Bush sjálfur eftirlætur öðrum sviðið fyrstu dagana og hefur verið á kosningaferðalagi síðustu daga. Hann mun hins vegar flytja aðalræðuna. Þar er hann sagður leggja áherslu á næstu fjögur ár eftir kosningarnar í nóvember, hvernig Bandaríkin á seinna kjörtímabili hans verði. Baráttan gegn hryðjuverkum er fulltrúum á flokksþinginu ofarlega í huga en 62 prósent þeirra nefna hana sem eitt af þremur mikilvægustu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum í skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. 56 prósent nefndu efnahagsmál og fjórðungur skattamál. Þegar afstaða þingfulltrúa til ákveðinna málaflokka var skoðuð kom í ljós að 72 prósent eru andvíg hjónaböndum samkynhneigðra en aðeins þrjú prósent hlynnt þeim. 58 prósent eru andvíg réttinum til fóstureyðingar en fimmtán prósent fylgjandi. Mikið hefur verið um mótmæli í New York síðustu daga og er gert ráð fyrir að þau haldi áfram þar til flokksþinginu lýkur. Í gær tóku tugþúsundir manna þátt í mótmælagöngu á Manhattan þar sem stríðinu í Írak var mótmælt og þess krafist að Bandaríkjaher yrði kallaður heim. Mótmælin beinast að margvíslegum málefnum. Sumir berjast fyrir rétti innflytjenda, aðrir fyrir rétti samkynhneigðra og enn aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þá hefur verið vakin athygli á málefnum Palestínumanna og þess krafist að bundinn verði endi á ofsóknir í Súdan.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira