Erlent

Möguleiki að breyta stefnunni

Þýsk stjórnvöld munu breyta stefnu sinni í uppstokkun á velferðarkerfinu ef breytingarnar verða ekki til þess að hleypa auknum krafti í þýskt velferðarlíf, sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, í gær. Hann þvertók hins vegar fyrir að gera nokkrar breytingar fyrr en í ljós kæmi hvort uppstokkunin myndi skila árangri. Í byrjun næsta árs skerða stjórnvöld stuðning við þá sem hafa verið atvinnulausir um langt skeið. Þetta hefur fallið í mjög grýttan jarðveg í Þýskalandi, sérstaklega í gamla Austur-Þýskalandi þar sem atvinnuleysi er mjög mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×