Sjóböð meira en sundið 19. október 2004 00:01 Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út. Heilsa Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á hryssingslegum haustdegi virðist fátt minna freistandi en að stinga sér til sunds í ískaldan sjóinn. Það finnst þó ekki meðlimum í Sjósundfélaginu sem hittast vikulega hvernig sem viðrar og fá sér sundsprett í nístingskaldri Nauthólsvík "Nístingskalt! Nei, nei," segir forsprakkinn, Benedikt Lafleur, sem stofnaði félagið í sumar. "Það er 11 gráður!" Og hann veifar hitamælinum glaðlega um leið og hann hverfur í djúpið ásamt tíu öðrum sem eru mættir þennan svala haustdag til að styrkja ónæmiskerfið og öðlast betri heilsu. "Við vissum til þess að menn voru að synda í sjónum víða um land," segir Benedikt þegar hann er kominn á land eftir hraustlegt sund langleiðina í Kópavog og til baka. "Áhuginn hefur farið mjög vaxandi svo mér fannst tími til kominn að stofna félag þannig að menn vissu nákvæmlega hvert þeir ættu að leita. Það stóð líka heima að um leið og við fórum að auglýsa fjölgaði mjög og nú eru um 40 manns viðloðandi félagið. Við hittumst einu sinni í viku og erum upp í klukkutíma í sjónum. Fólk þolir kuldann misvel en margir synda lengi um leið og þeir byrja og eru mjög fljótir að venjast kuldanum." Benedikt segir að sjósund snúist um fleira en að synda. "Fyrir utan hvað þetta styrkir ónæmiskerfið og er gott fyrir heilsuna er maður að vinna á óttanum. Ég var persónulega hræddur við sjóinn, þetta ókunna, djúpa, en eftir smátíma fer maður að líta þetta öðrum augum og elska sjóinn. Nú finn ég ekki lengur fyrir neinum ótta og finnst ég vera eitt með sjónum, sem er mjög góð tilfinning." Benedikt segist vita dæmi um að sjóböð hafi læknað menn af asma og ýmsum kvillum. Hann varar þó eindregið við því að fólk fari eitt af stað og segir að á heimasíðu Sjósundfélagsins sé að finna varúðarreglur sem æskilegt sé að fólk fylgi. "Ég vil samt fullyrða að allir geti þetta," segir hann og er eins og hendi sé veifað horfinn aftur á haf út.
Heilsa Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira