Innlent

Ekki bara stefnt að tekjujöfnun

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að tekjujöfnun sé síður en svo eina markmiðið í skattamálum. Samkvæmt útreikningum sem ASÍ vann fyrir Fréttablaðið hefur skattbyrði láglaunamanns þyngst frá því staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 en skattprósentan verður álíka og þá þegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafa tekið gildi. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ sagði að sífellt hefði verið að draga úr jöfnunaráhrifum skattkerfisins. Halldór Ásgrímsson segir að jöfnunaráhrif skattkerfisins hafi aukist og minnkað sitt á hvað, þar komi vaxta- og barnabætur líka inn í myndina . "En það hefur líka verið mikil umræða um jaðaráhrif og samstaða um að draga úr þeim. Það er líka markmið að draga úr skattsvikum og hvetja til tekjuöflunar. Ég geri ekki lítið úr jöfnunaráhrifum. Hins vegar tel ég að hækkun skattprósentu frá upptöku staðgreiðslukerfisins hafi hvatt til skattsvika."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×