Innlent

Nýja kerfið reynist vel

Reynslan af nýju símkerfi lögreglunnar í Reykjavík hefur reynst vel segir í fréttatilkynningu frá embættinu. Lögreglan í Reykjavík tók í síðasta mánuði upp Centrexkerfi þar sem öll símanúmer og símar hafa verið sameinuð í eitt kerfi með nýju símanúmeri 444-1000. Einar Karl Kristjánsson, lögreglufulltrúi segir almenna ánægju ríkja hjá starfsmönnum en helsta breytingin sé sú að símaþjónusta hjá embættinu sé betri bæði innan þess og út á við. Þá segir hann að þetta muni miklu fyrir lögreglumenn sem séu mikið á ferðinni. Þeir beri nú með sér farsíma sem gegni jafnframt hlutverki borðsíma. Um 100 lögreglumenn eru eingöngu með farsíma en í tilkynningu lögreglunnar segir að nýja kerfið tryggi að öll símanúmer og símtæki, þar með talið gsm-tæki, séu í beinu sambandi við höfuðstöðvarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×