Hindrun á skipulagsvinnu 5. júlí 2004 00:01 Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað skýringa á fullyrðingum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og samtaka um betri byggð. Hópurinn er ósáttur við meðferð sem tillögur hópsins varðandi færslu Hringbrautar fengu hjá Reykjavíkurborg. Hefur átakshópurinn meðal annars lýst því yfir að æðstu embættismenn skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg telji ekki mögulegt að hefja vinnu við skipulag í Vatnsmýri og á lóð Landspítala vegna ágreinings og pólitískra hagsmuna. "Þetta er fullyrðing sem ég átta mig ekki á og hef því beðið um skýringar," segir Salvör. "Ég verð náttúrlega að vita hvaðan þetta er komið og fá skýringar á ummælunum." Að sögn Salvarar var skipulag Hringbrautar unnið samkvæmt hefðbundnu ferli umferðarskipulags á Íslandi. "Um tillögurnar var fjallað heiðarlega," segir Salvör. "Efnislega er það þannig að við höfum verið að berjast í málefnum Hringbrautarinnar í fimm ár og hitt tugi embættismanna og starfsmanna Reykjavíkurborgar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður hópsins. "Við höfum heyrt á mjög mörgum sem starfa fyrir borgina að þeim líður illa við það að þurfa að vinna að lausn sem er í raun baneitruð og beint gegn okkar hagsmunum." Að sögn Arnar er hópurinn ósáttur við þá meðferð sem tillögurnar fengu. "Okkur finnst við vera að leggja eitthvað gagnlegt að mörkum en það er bara reynt að traðka á því," segir Örn. "Átakshópnum hefur verið svarað efnislega lið fyrir lið og málefnalega að mínu mati," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. "Það er voðalega lítið hægt að gera í því að þau séu ósátt við svörin, sem hafa verið rökstudd efnislega." Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað skýringa á fullyrðingum átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og samtaka um betri byggð. Hópurinn er ósáttur við meðferð sem tillögur hópsins varðandi færslu Hringbrautar fengu hjá Reykjavíkurborg. Hefur átakshópurinn meðal annars lýst því yfir að æðstu embættismenn skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg telji ekki mögulegt að hefja vinnu við skipulag í Vatnsmýri og á lóð Landspítala vegna ágreinings og pólitískra hagsmuna. "Þetta er fullyrðing sem ég átta mig ekki á og hef því beðið um skýringar," segir Salvör. "Ég verð náttúrlega að vita hvaðan þetta er komið og fá skýringar á ummælunum." Að sögn Salvarar var skipulag Hringbrautar unnið samkvæmt hefðbundnu ferli umferðarskipulags á Íslandi. "Um tillögurnar var fjallað heiðarlega," segir Salvör. "Efnislega er það þannig að við höfum verið að berjast í málefnum Hringbrautarinnar í fimm ár og hitt tugi embættismanna og starfsmanna Reykjavíkurborgar," segir Örn Sigurðsson, talsmaður hópsins. "Við höfum heyrt á mjög mörgum sem starfa fyrir borgina að þeim líður illa við það að þurfa að vinna að lausn sem er í raun baneitruð og beint gegn okkar hagsmunum." Að sögn Arnar er hópurinn ósáttur við þá meðferð sem tillögurnar fengu. "Okkur finnst við vera að leggja eitthvað gagnlegt að mörkum en það er bara reynt að traðka á því," segir Örn. "Átakshópnum hefur verið svarað efnislega lið fyrir lið og málefnalega að mínu mati," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. "Það er voðalega lítið hægt að gera í því að þau séu ósátt við svörin, sem hafa verið rökstudd efnislega."
Fréttir Innlent Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira