Innlent

Metur ákvörðun Eimskipa

Vegagerðinni hefur verið falið að meta áhrifin af þeirri ákvörðun Eimskipafélags Íslands að hætta strandsiglingum fyrsta desember. Er það hluti af vinnu á vegum samgönguráðuneytisins sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Um 17 prósent flutninga hér á landi fara sjóleiðina. Breytingin mun leiða til meiri bílaumferðar og mun samgönguráðuneytið vinna með umhverfisráðuneytinu að mati umhverfisþátta eins og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Sturla segir að engar ákvarðanir verði teknar fyrr en niðurstöður liggi fyrir. Hann segir þó að samgöngur á Vestfjörðum yfir vetrartímann séu oft erfiðar og því þurfi að bregðast við eftir að siglingum verður hætt til Patreksfjaðar, hugsanlegt sé að fjölga ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Sturla bendir á að vegurinn frá Brjánslæk að Bíldudal sé uppbyggður, en frá Barðaströnd þurfi að byggja upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×