Kynjabundnir styrkir til náms 19. september 2004 00:01 Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf. Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Geta karlmenn ekki hjúkrað? Geta konur ekki lagt símalínur? Sumar starfstéttir eru mjög kynbundnar án þess að til þess liggi nokkuð annað en hefðbundnar ástæður. Félagsþjónustan í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur veittu nú nýlega námsstyrki til háskólanáms. Félagsþjónustan veitti tvo styrki til náms í félagsráðgjöf en Orkuveitan styrkti fjóra efnilega nemendur í iðnnám og verkfræði. Það sem helsta athygli vekur við þessar styrkveitingar er að styrkurinn til félagsráðgjafanáms er eingöngu veittur karlmönnum en Orkuveitan styrkir eingöngu konur. "Upphafið að hvorutveggja í er jafnréttisstefnu Reykjavíkurborgar þar sem miðað var að því að jafna hlutfall kynjanna á vinnustöðum á vegum borgarinnar," segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, sem situr jafnframt í úthlutunarnefnd Orkuveitunnar fyrir þessa styrki. "Árið 1997 setti Vatnsveitan í Reykjavík sér það markmið að vinna gegn kynjaskiptingu þar innanhúss. Þar voru kynjahlutföllin afar ójöfn og ekki útlit fyrir að þau breyttust á næstunni þar sem flestir starfsmenn sem ráðnir voru höfðu verkfræði- eða iðngreinapróf og afar fáar konur útskrifuðust úr þessum greinum. Því var gripið til þess ráðs að bjóða þessa styrki og hafa þeir mælst vel fyrir. Þessari hvatningaraðferð til að hreyfa við náms- og starfsvali kvenna hélt Orkuveitan svo áfram eftir að Vatnsveitan sameinaðist henni. Í fyrra var bætt við styrkjaflokki til kvenna sem eru að læra ýmsar iðngreinar. Markmiðið með slíkum styrkjum er að hvetja bæði stráka og stelpur til að velja óhefðbundið og vera bandamenn þeirra sem eru að ryðja brautina með sýnilegum og virkum hætti í staðinn fyrir að segja bara að það séu ekki til karlar eða konur til að gegna þessum störfum og láta þar við sitja," segir Hildur. Hallur Páll Jónsson, starfsmannastjóri Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir nauðsynlegt að hvetja karlmenn til að nema félagsráðgjöf. " 88% þeirra 1.200 starfsmanna sem hjá okkur starfa eru konur. Við ákváðum að byrja að leiðrétta þennan mun í ráðgjafastörfunum því stundum vilja skjólstæðingar okkar frekar skipta við annað kynið en hitt. Svo er oft betra ef bæði kynin geta haft afskipti af erfiðum málum sem koma til kasta félagsráðgjafa." segir hann. Styrkurinn hefur verið veittur undanfarin fjögur ár til að hvetja karla til að fara í nám í félagsráðgjöf í HÍ. Hann er hluti af starfsmanna- og jafnréttisstefnu Félagsþjónustunnar og markmiðið er að fá fleiri karlmenn til ráðgjafastarfa. Styrkþegar skuldbinda sig til að starfa hjá Félagsþjónustunni í að minnsta kosti eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Styrkur þessi er kenndur við Þóri Kr. Þórisson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. "Þessi styrkveiting eflir Félagsþjónustuna mjög, bæði inn á við þar sem hann stuðlar að jafnara kynjahlutfalli starfsmanna og líka út á við til að bæta þjónustuna," segir Hallur og vonast eftir fleiri karlmönnum til að veita félagslega ráðgjöf.
Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira