Milljarða framkvæmdir í hættu? 4. ágúst 2004 00:01 Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira