Milljarða framkvæmdir í hættu? 4. ágúst 2004 00:01 Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óttast er að grjóthrun hafi stíflað hjárennslisgöng fram hjá virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka þannig að milljarða framkvæmdir gætu verið í hættu. Göngin voru grafin inn í gljúfurvegginn ofan við vinnusvæðið við aðalstífluna og opnast svo neðan við vinnusvæðið. Þau eiga að veita vatni fram hjá endanlegu stíflumannvirki á meðan það er í byggingu og myndaðist stórt lón ofan við göngin í gærkvöldi við bráðabirgðastíflugarð sem á að beina rennslinu inn í göngin og verja vinnusvæðið við aðalstífluna vatnsaga. Vinna hófst aftur í morgun við að hækka og styrkja bráðabirgðastífluna. Þar er fjölmennt vinnusvæði en gripið var til þessa ráðs um helgina þegar vatn hlóðst óeðlilega mikið upp ofan við gangamunnann. Nú er jafnvel rætt um að hækka stífluna um heila sex metra og breikka hana í réttu hlutfalli við það. Vöxtur hljóp í Jökulsá á Dal síðdegis í gær og um klukkan hálf sjö var brúnni við Fremri- Kárahnjúk lokað enda var vatnsyfirborðið þá alveg að ná upp í brúargólfið og farið var að skola úr fyllingum við brúarendana. Vinnusvæðið var þó ekki einangrað því hægt er að komast að því upp með ánni hinumegin. Flóðið hefur sjatnað verulega í nótt en áfram er spáð hlýindum og væntanlega mikill bráðnun þannig að rennslið getur aukist á ný með kvöldinu. Svo virðist sem ummál hjáveituganganna sé of lítið til að anna vatnsrennslinu í flóðum, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, eða þá að einhverskonar stífla sé í göngunum líkt og jafnvel er óttast um núna. Við því er lítið eða ekkert að gera því ekki er lengur hægt að veita vatninu annað á meðan viðgerð yrði framkvæmd. Ómar R. Valdimarsson, upplýsingafulltrúi ítalska verktakans Impregilo, sagði í viðtali við fréttastofuna í morgun að samkvæmt áætlunum sem upphaflega voru lagðar fyrir verktakann hafi þvermál ganganna átt að vera sex metrar. Verktakinn hafi hins vegar ekki talið það nægilega öruggt og fengið því framgengt að þvermálið var aukið í níu metra, en allt kemur fyrir ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira