Fugladráp á þjóðvegum 23. júlí 2004 00:01 Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt." Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt."
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira