Fugladráp á þjóðvegum 23. júlí 2004 00:01 Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt." Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Virðingarleysi við umhverfið sést á dauðum fuglum við þjóðvegi landsins. Árekstur fugla við bifreiðar er þriðja stærsta orsök dauða þeirra. Ungar verða helst fyrir bílum. Það hefur minni áhrif á stofnstærð en ef keyrt væri á eldri fugla Árekstur við bíla er þriðja stærsta orsök fugladauða á eftir girðingum og raflínum, segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands. Borgþór S. Kjærnested, leiðsögumaður og túlkur, segir fugladráp á þjóðvegum landsins virðingarleysi við umhverfið. "Mér finnst það landlægur ósiður að geta ekki sýnt umhverfinu smá tillitsemi. Það er eins og maður eigi að vera einn á þjóðvegunum. Ég held að það tíðkist hvergi í heiminum svona framkoma," segir Borgþór. Hann ferðast mikið um landið vegna vinnu sinnar, þó mest um Suðurlandið og segir hvergi eins marga dauða fugla á vegum og á Vatnsleysuströnd. Jóhann Óli segir fugladauða algengastan í júlí. Ekki sé aðeins keyrt á kríu heldur alla mófugla. "Það stafar af því að ungarnir eru núna að verða fleygir og það eru fyrst og fremst þeir sem lenda í þessu. Afföll af ungum fyrsta árið og veturinn eru mikil þannig og það hefur minni áhrif á stofninn heldur en ef þetta væru fullorðnir fuglar," segir Jóhann. Hann segir kríu sækja í að sitja á möl, sérstaklega síðsumars. "Þetta er einhvað í eðli hennar. Hún er svo stuttfætt og vill þá sitja á einhverju svona sléttu eins og sandi og möl." Jóhann segir erfitt að eiga við þetta því fuglarnir fljúgi upp á móti vindi og ef vindstefnan sé þannig fljúgi þeir beint framan á bíla. "Ef fólk er að keyra í gegnum varp þá á það að sjálfsögðu að hægja á sér. Það er almenn skynsemi." Borgþór bendir á að í vegkantinum á Vatnsleysuströnd séu skilti sem vari við fuglamergðinni en í 90% tilvika virðist sem fólk sé ólæst á þau. "Ég hélt að fólki fyndist það frekar leiðinlegt að keyra á lifandi hluti," segir Borgþór: "Ég vona að fólk reyni að temja sér virðingu við umhverfi sitt."
Fréttir Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira