Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira