Innlent

Sigurður Geirdal er látinn

Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi og leiðtogi framsóknarmanna í bænum, lést í gær, 65 ára að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Sigurður fékk hjartaáfall aðfaranótt mánudags og var haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir aðgerð á þriðjudag. Sigurður hefur gegnt ýmsum störfum. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags V-Húnvetninga og síðar KRON. Hann var framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands 1970 til 1986 og Framsóknarflokksins 1986 til 1990. Hann hefur verið bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 1990. Sigurður starfaði mikið innan Framsóknarflokksins og sat meðal annars í miðstjórn flokksins. Sigurður tók próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1959, stúdentspróf frá MH 1980 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×