Dansinn er góð líkamsrækt 30. ágúst 2004 00:01 Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið." Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Þetta byrjaði með því að ég skráði mig á helgarnámskeið hjá félagsskapnum Komið og dansið fyrir fjórum árum," segir Helga. "Ég kunni ekkert að dansa og fannst alltaf að það væri hálf flókið að fara að læra dans, en þessi námskeið eru byggð þannig upp að allir geti haft gaman af þeim. Ég húkkaðist alveg og hef verið í dansinum síðan. Þetta er svo góð hreyfing og ekki skemmir fyrir hvað þetta er skemmtilegt." Helga dansar að meðaltali þrisvar í viku yfir vetrartímann, fer á námskeið og böll í Drafnarfellinu og lætur sig svo ekki vanta á góða dansleiki um helgar þegar þannig liggur á henni. "Það er ekki nóg með að hreyfingin sé góð heldur er svo mikil gleði og kátína í dansinum. Þarna kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki sem nýtur þess að hittast og það er ekki síst mikilvægt í heilsurækt að hafa gaman af því sem maður er að gera." Helga byrjaði að hjóla nú í byrjun sumars og segist vera alveg heilluð af hjólreiðunum. "Það er útiveran og hreina loftið sem er svo frábært," segir Helga, sem hjólar á hverjum degi og stundar að auki jóga sér til heilsubótar. "Mér finnst þetta allt jafn skemmtilegt. Fólk þarf að velja sér líkamsrækt sem er ekki kvöð og pressa. Það er svo mikilvægt að hlæja og njóta og þar er nú til dæmis dansinn aldeilis málið."
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira