Menning

Sjaldgæfur Sölvi til sölu

Tvær myndir eftir listamanninn Sölva Helgason, betur þekktur sem Sólon Íslandus, eru nú til sölu í Galleríi Fold en afar sjaldgæft er að verk eftir Sölva séu á markaði. Talið er að verkin séu frá því um 1860 en þau hafa verið í einkaeigu í töluverðan tíma. Að sögn Tryggva Friðrikssonar hjá Galleríi Fold eru þetta dæmigerðar myndir eftir Sölva og ákaflega vel gerðar en listamaðurinn telst til hinna svokölluðu einfara, eða naívista, í myndlistarheiminum. Hvor mynd er metin á 6-700 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×