Innlent

Skemmdist í brotsjó

Fjórir brúargluggar brotnuðu og sjór hálffyllti brúna, þegar rækjutogarinn Eyborg fékk á sig brotsjó í hávaðaveðri og stórsjó á Flæmingjagrunni í fyrrinótt. Skipverjarnir þrettán sluppu ómeiddir en nær öll tæki í brúnni eru ónýt og þarf að handstýra skipinu. Rækjutogarinn Andvari, sem staddur var skammt undan, kom að Eyborgu og fylgir henni nú til hafnar á Nýfundnalandi þar sem siglinga- og fiskileitartæki verða væntanlega endurnýjuð. Ferðin sækist hægt en nú er veður heldur farið að skána og ættu skipin að ná til hafnar í nótt eða í fyrramálið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×