Innlent

Bent á að auglýsa styrki

Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna á tímabilinu 2003 til 2007 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Það er úrskurður umboðsmanni Alþingis sem fékk kvörtun um að lög væru brotin í júní. Umboðsmaður beinir til stjórnvalda að auglýsa eftir umsóknum um styrki sem þau hafi heimild til að veita af opinberu fé þegar ekki liggi fyrir hverjir komi til greina sem viðtakendur þeirra. Stjórnvöld gæti þannig jafnræðis milli borgaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×